Þjónusta

Launavinnsla

Alhliða þjónusta við launavinnslu felst meðal annars í launaútreikningum og launamiðum, skýrsluskilum til hins opinbera og skilagreina til lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Við fylgjumst vel með nýjum reglum, uppfærslum og breytingum hjá skattyfirvöldum og uppfærum verkferla okkar með tilliti til þess.

Bókhald

Við útbúum og sendum sölureikninga, skil á virðisaukaskattsskýrslum til skattyfirvalda og veitum alla almenna bókhaldsþjónustu fyrir viðskiptavini okkar.

Ársreikningar

Sérsniðin þjónusta fyrir aðila af öllum stærðum. Ársreikningar unnir af okkur eru í samræmi við lög og reglur um ársreikninga og uppfylla okkar ströngustu kröfur um fagmennsku og áreiðanleika.

Skattframtal

Við aðstoðum við skattframtöl lögaðila, einstaklinga og dánarbúa og sjáum um skil til hins opinbera. 

Skattaráðgjöf

Starfsfólk okkar hefur fjölbreytta og áralanga reynslu sem gerir okkur kleift að bjóða alhliða og sérsniðna skattaráðgjöf til einstaklinga og lögaðila.

Endurskoðun

Endurskoðun hjá KADE er framkvæmd í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Meginhlutverk endurskoðunarinnar er að staðfesta áreiðanleika fjárhagslegra upplýsinga með því að láta í ljós óháð sérfræðiálit á þeim.